Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Virtus
Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Virtus í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Valgeir Valgeirsson skoraði fyrra mark Blika á 31. mínútu og Tobias Thomsen tryggði sigurinn á 55. mínútu úr vítaspyrnu.
Liðin mætast í San Marínó fimmtudaginn 28. ágúst. Liðið sem vinnur einvígið kemst í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.