• mán. 25. ágú. 2025
  • Landslið
  • A karla

Miðasala hafin á útileikinn gegn Frakklandi

Miðasala á leik A landsliðs karla gegn Frakklandi, sem fram fer á Parc des Princes í París þann 9. september, er hafin. Leikurinn er partur af undankeppni HM 2026.

Miðasalan er á vegum franska knattspyrnusambandsins. Miðaverð er 29 Evrur og getur hver kaupandi keypt tvo miða. Íslenskir stuðningsmenn fá sæti í V hólfi. Kaupendur fá aðgang að keyptum miða/miðum tveimur dögum fyrir leik. Miðann er bæði hægt að sýna í símanum sínum og einnig er hægt að prenta hann út áður en komið er á völlinn.

Hér má sjá svæði íslensku stuðningsmannanna.

Nota þarf kóðann PARISL25 til að fá sæti á réttum stað og setja þarf kóðann í CODE PROMO dálkinn. Smelltu hér til að kaupa miða: Kaupa miða á Frakkland - Ísland

Eftir að búið er að velja sæti þarf að stofna aðgang með því að ýta á hnappinn "S'INSCRIRE", sjá mynd: