Breiðablik og Valur spila Evrópuleiki á miðvikudag
Breiðablik og Valur spila í undankeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna á miðvikudag.
Breiðablik mætir Athlone Town frá Írlandi og Valur mætir Braga frá Portúgal.
Bæði lið spila annan leik þann 30. ágúst og kemur í ljós hverjir mótherjarnir í þeim leikjum verða eftir leiki miðvikudagsins.
Fleiri upplýsingar um Meistaradeild kvenna er að finna á heimasíðu UEFA.