• fim. 28. ágú. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik vann sigur í Meistaradeild kvenna

Breiðablik vann 3-1 sigur gegn Athlone Town frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildar kvenna á miðvikudag. Samantha Smith skoraði tvö mörk fyrir Blika og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt.

Breiðablik mætir Twente frá Hollandi á laugardaginn klukkan 17:00. Það lið sem vinnur leikinn kemst áfram í næstu umferð forkeppninnar.

Valskonur töpuðu 3-1 fyrir Braga frá Portúgal. Mark Vals skoraði Jordyn Rhodes. Á laugardag mætir Valur Inter Milan frá Ítalíu.

Nánar um Meistaradeild kvenna.