• fös. 29. ágú. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar

Breiðablik vann sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Virtus í seinni leik liðanna á fimmtudag.

Mörk Blika skoruðu Kristófer Ingi Kristinsson, Davíð Ingvarsson og Tobias Thomsen. Breiðablik vann einvígið samtals 5-2.

Dregið verður í deildir í Sambandsdeildinni í dag klukkan 11:00. Hægt verður að fylgjast með drættinum á heimsíðu UEFA.