Ljóst hverjum Breiðablik mætir í Sambandsdeildinni
Búið er að draga í deildir í Sambandsdeild Evrópu. Breiðablik er eina íslenska liðið í keppninni.
Breiðablik spilar sex leiki á móti sex mismunandi liðum, þrjá heimaleiki og þrjá útileiki.
Á heimavelli mun Breiðablik taka á móti Shamrock Rovers, Kups Kuopio og Samsunspor. Á útivelli mæta Blikar Shaktar, Strasbourg og Lausanne-Sport.
Leikirnir fara fram á eftirfarandi dögum:
2. október 2025
23. október 2025
6. nóvember 2025
27. nóvember 2025
11. desember 2025
18. desember 2025