Breiðablik og Valur bæði úr leik í Meistaradeild kvenna
Breiðablik mætti Twente á laugardag í úrslitaleik um sæti í þriðju umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik tapaði leiknum 2-0 og er því úr leik í Meistaradeildnni.
Blikar munu hins vegar færast yfir í Evrópubikarinn, sem er ný Evrópukeppni kvenna megin. Breiðablik sleppir fyrstu umferð undankeppninnar en mætir til leiks í annarri umferð. Spilaðir verða tveir leikir gegn sama liði, heima og að heiman, og fara leikirnir fram í október. Dregið verður 19. september.
Valur mætti Inter Milan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Inter vann 4-1 sigur og var það Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði mark Vals. Valur var þegar úr leik eftir tap í fyrri leik liðsins gegn Braga.