Undirbúningur hafinn fyrir Aserbaísjan og Frakkland
A landslið karla er komið saman til æfinga fyrir komandi leiki við Aserbaísjan og Frakkland. Um er að ræða fyrstu leikina í undankeppni HM 2026. Íslenska liðið mætir Aserum á Laugardalsvelli á föstudag og leikur síðan gegn Frökkum á Parc des Princes í París á þriðjudag í næstu viku.
Enn er hægt að kaupa mótsmiða sem gildir á alla heimaleiki Íslands í undankeppni HM 2026. Einnig er opið fyrir sölu aðgöngumiða á leikinn við Aserbaísjan eingöngu.
Sala aðgöngumiða á leikinn við Frakkland fer í gengum miðasöluvef franska knattspyrnusambandsins. Sjá nánar hér.
Báðir leikir eru í beinni sjónvarpsútsendingu og opinni dagskrá á Sýn.