• þri. 02. sep. 2025
  • Landslið
  • A karla

Birkir Bjarna heiðraður fyrir leik Íslands og Aserbaísjan

Birkir Bjarnason tilkynnti nýverið að hann hefði lagt knattspyrnuskóna á hilluna og verður hann heiðraður fyrir feril sinn með A landsliði karla fyrir leik Íslands og Aserbaísjan á föstudag. Þetta verður gert eftir upphitun liðanna og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og þakka Birki fyrir hans framlag til árangurs íslenska landsliðsins.

Birkir er leikjahæsti leikmaður A landsliðs karla frá upphafi, lék alls 113 leiki og skoraði 15 mörk, og hann lék fyrir Íslands hönd á EM 2016 og HM 2018. Fyrsti leikur Birkis var vináttuleikur gegn Andorra á Laugardalsvelli í lok maí 2010, og síðasti leikurinn var í nóvember 2022 gegn Litháen í Kaunas.

Landsleikjaferill Birkis Bjarnasonar