KA mætir Jelgava í Unglingadeild UEFA
Dregið hefur verið í fyrstu umferðir forkeppni Unglingadeildar UEFA.
KA tekur þátt í keppninni í ár og mætir Jelgava frá Lettlandi í fyrstu umferð. Leikirnir fara fram 17. september og 1. október.
Takist KA að slá Jelgava út mætir það PAOK frá Grikklandi í næstu umferð. Önnur umferð verður leikin dagana 22. október og 5. nóvember.