Miðasalan á Ísland - Aserbaísjan
Miðasala á leik A karla gegn Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 er í fullum gangi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september kl. 18:45. Um er að ræða fyrsta leik liðsins í undankeppninni, en önnur umferð fer fram á þriðjudag og þá mætir Ísland Frakklandi í París.
Verðið á leik Íslands gegn Aserbaísjan er frá kr. 2.500 fyrir fullorðna en börn 0-16 ára fá 50% afslátt.
Svæði 1: Fullorðnir 6.900 kr. - Börn 0-16 ára 3.450 kr.
Svæði 2: Fullorðnir 4.900 kr. - Börn 0-16 ára 2.450 kr.
Svæði 3: Fullorðnir 2.500 kr. - Börn 0-16 ára 1.250 kr.
Á miðasöluvef KSÍ er enn hægt að kaupa mótsmiða á alla þrjá heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Auk Aserbaísjan núna á föstudaginn þá mætir íslenska liðið því úkraínska og því franska á Laugardalsvelli í október.
Vegna fyrirspurna um verð á aðra staka leiki í undankeppninni eru miðaverðin á alla leiki birt hér að neðan.