Miðasalan á Ísland - Aserbaísjan
Miðasala á leik A karla gegn Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 er í fullum gangi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september kl. 18:45. Um er að ræða fyrsta leik liðsins í undankeppninni, en önnur umferð fer fram á þriðjudag og þá mætir Ísland Frakklandi í París.
Á miðasöluvef KSÍ er enn hægt að kaupa mótsmiða á alla þrjá heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Auk Aserbaísjan núna á föstudaginn þá mætir íslenska liðið því úkraínska og því franska á Laugardalsvelli í október.