• sun. 07. sep. 2025
  • Landslið
  • A karla

Komnir til Frakklands

A landslið karla er komið til Frakklands þar sem það mætir heimamönnum í París á þriðjudag.  Íslenska liðið æfði í dag, sunnudag, í úthverfi Parísar, og tóku allir leikmennirnir 23 í hópnum þátt í æfingunni.

Æft verður á keppnisvellinum, Parc des Princes, á mánudag.  Leikurinn á þriðjudag hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Sýn.

A landslið karla