Takk fyrir allt, Birkir!
Birkir Bjarnason tilkynnti nýverið að hann hefði lagt knattspyrnuskóna á hilluna og var hann af því tilefni heiðraður fyrir feril sinn með A landsliði karla fyrir leik Íslands og Aserbaísjan sem fram fór síðastliðinn föstudag. Vallargestir risu úr sætum og hylltu Birki með dynjandi lófataki fyrir hans framlag til árangurs íslenska landsliðsins.
Birkir er leikjahæsti leikmaður A landsliðs karla frá upphafi, lék alls 113 leiki og skoraði 15 mörk, og hann lék fyrir Íslands hönd á EM 2016 og HM 2018. Fyrsti leikur Birkis var vináttuleikur gegn Andorra á Laugardalsvelli í lok maí 2010, og síðasti leikurinn var í nóvember 2022 gegn Litháen í Kaunas.
Landsleikjaferill Birkis Bjarnasonar