Úrslitaleikir 5. deildar karla á fimmtudag
Úrslitaleikir 5. deildar karla fara fram á fimmtudag þar sem kemur í ljós hvaða lið lyftir titlinum.
Álafoss og KFR mætast í úrslitaleik deildarinnar og er þegar ljóst að bæði liðin leika í 4. deild að ári. Leikurinn fer fram á Malbikstöðinni að Varmá og hefst hann kl. 20:00.
Úlfarnir og Skallagrímur mætast í leik um 3. sæti deildarinnar og fer hann fram á Lambhagavellinum kl. 20:15.