• mán. 15. sep. 2025
  • Mótamál
  • 2. deild karla

Ægir og Grótta upp í Lengjudeild karla

Ægir og Grótta leika í Lengjudeild karla að ári.

Mikil spenna var fyrir lokaumferðina og tryggði Ægir sér titilinn með marki í uppbótartíma gegn Víði. Grótta vann á sama tíma Þrótt V. 2-0 og fór þannig upp fyrir Þrótt V. og í annað sætið.

Á hinum enda töflunnar eru það Víðir og Höttur/Huginn sem þurfa að bíta í það súra epli að falla niður um deild og leika þau í 3. deild að ári.