Grasrótarvika UEFA 22. - 29. september 2025
Grasrótarvika UEFA fer fram dagana 22. – 29. september. Markmiðið með vikunni er að varpa ljósi á hversdagshetjur fótboltans, þjálfara, sjálfboðaliða, félögin, dómara, skólana og samfélagslegu verkefnin, allt það sem gerir fótbolta aðgengilegan í nærsamfélaginu okkar.KSÍ vill hvetja knattspyrnufélög, skóla og aðrar stofnanir eða hópa til að vekja athygli á sínu grasrótarstarfi og gefa því pláss á samfélagsmiðlum þessa vikuna.
En hvað er grasrótarfótbolti? Grasrótarfótbolti er grunnurinn að íþróttinni, þar sem ást á leiknum og gleðin að vera með eru í forgangi.
Í tilefni af grasrótarvikunni 22. – 29. september, mun KSÍ birta greinar á heimasíðu sinni þar sem fjallað verður um mismunandi grasrótarverkefni sem eru í gangi hjá KSÍ.