Hvíti Riddarinn og Magni í 2. deild karla
Hvíti Riddarinn og Magni leik í 2. deild karla að ári.
Magni var í efsta sæti fyrir lokaumferðina, en þar sem liðið tapaði 0-3 gegn Reyni S. tókst Hvíta Riddaranum að komast í efsta sætið með jafntefli gegn Árbæ, en liðin enda jöfn að stigum. Hvíti Riddarinn vinnur því 3. deild karla með betri markatölu en Magni.
ÍH og KFK enduðu í tveimur neðstu sætum deildarinnar og leika því í 4. deild karla að ári.