• mán. 15. sep. 2025
  • Mótamál

Umspil í Lengjudeild karla hefst á miðvikudag

Umspil í Lengjudeild karla hefst á miðvikudag. Þar eigast við þau lið sem enduðu í 2. - 5. sæti í Lengjudeildinni.

Njarðvík, sem endaði í 2. sæti, mætir Keflavík, sem endaði í 5. sæti og Þróttur R., sem endaði í 3. sæti, mætir HK, sem endaði í 4. sæti. 

Liðin mætast tvívegis og liðin sem vinna sín einvígi komast í úrslitaleik um laust sæti í Bestu-deild karla.

Þór Akureyri hefur nú þegar tryggt sér fyrsta sæti Lengjudeildarinnar sem kom þeim beint upp í deild þeirra bestu.

Umspilið:

Miðvikudaginn 17. september

Keflavík - Njarðvík kl. 16:45

HK - Þróttur R. kl. 19:15

Sunnudaginn 21. september kl. 14:00

Njarðvík - Keflavík

Þróttur R. - HK

Laugardaginn 27. september kl 16:00

Úrslitaleikur á Laugardalsvelli

 

Umspil Lengjudeildarinnar