• mið. 17. sep. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Jafntefli hjá KA í Unglingadeild UEFA

KA gerði 2-2 jafntefli við Jelgava frá Lettlandi í fyrstu umferð Unglingadeildar UEFA.

Leikurinn fór fram í Jelgava og voru heimamenn 2-0 yfir í hálfleik. KA tókst hins vegar að jafna leikinn í seinni hálfleik með mörkum frá Valdimar Loga Sævarssyni og Andra Val Finnbogasyni. Því var 2-2 jafntefli niðurstaðan. 

Liðin mætast aftur á Akureyri miðvikudaginn 1. október.