A karla stendur í stað á heimslista FIFA
Mynd - Mummi Lú
A karla er áfram í 74. sæti á nýjum heimslista FIFA sem hefur verið gefinn út.
Ísland hefur leikið tvo leiki frá því að síðasta útgáfa listans var gefin út. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 2026. Ísland vann 5-0 sigur á Aserbaísjan á Laugardalsvelli og tapaði 1-2 gegn Frakklandi í París.
Næstu leikir liðsins eru einnig í undankeppni HM 2026 og fara þeir báðir fram á Laugardalsvelli. Liðið mætir fyrst Úkraína 10. október og svo Frakklandi 13. október.