Undanúrslit fótbolt.net bikarsins um helgina
Undanúrslit Fótbolti.net bikarsins fara fram um helgina.
Á föstudag mætast Tindastóll og Kormákur/Hvöt á Sauðárkróksvelli og hefst sá leikur kl. 19:15.
Á laugardag mætast Grótta og Víkingur Ó. á Vivaldivellinum og hefst leikurinn kl. 14:00.
Úrslitaleikur keppninnar fer síðan fram á Laugardalsvelli föstudaginn 26. september kl. 19:15