Grasrótarvikan: Markmannskóli KSÍ
Í tilefni af grasrótarviku UEFA birtir KSÍ greinar þar sem fjallað er um mismunandi grasrótarverkefni sem eru í gangi á Íslandi.
Markmannsskóli KSÍ hefur verið haldinn árlega frá árinu 2012. Markmönnum á 14. aldursári er heimilt að taka þátt. Í ár var markmannsskólinn haldinn á Selfossi þar sem 50 stelpur og strákar tóku þátt.
Markmennirnir, sem komu alls staðar að af landinu, komu frá eftirfarandi félögum: Keflavík, Valur, Grótta, Fram, KR, Stjarnan, Þór, Þróttur R., Njarðvík, KA, ÍBV, Breiðablik, HK, Selfoss, Fylkir, FH, ÍA, Leiknir R., Vestri, ÍR, KFR, Höttur, Afturelding, Njarðvík, Völsungur, Víðir, Fjölnir, Haukar.
Markmannsskóli KSÍ fer næst fram í janúar 2026.