• mán. 22. sep. 2025
  • Fræðsla

Grasrótarvikan: Sjónlýsing

Í tilefni af grasrótarviku UEFA birtir KSÍ greinar þar sem fjallað er um mismunandi grasrótarverkefni sem eru í gangi á Íslandi.

Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt í heimi og á hún að sjálfsögðu að vera aðgengileg öllum. KSÍ hefur reynt að leggja sig fram við að gera knattspyrnu aðgengilega á ýmsan hátt.

KSÍ hefur frá árinu 2023 boðið upp á sjónlýsingu á landsleikjum á Laugardalsvelli. Verkefnið hefur hlotið mikið lof frá félagsmönnum Blindrafélagsins sem hafa nýtt þjónustuna. Árið 2024 veitti Blindrafélgið KSÍ Samfélagslampa Blindrafélagsins „fyrir frumkvæði að bættu aðgengi að íþróttaviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að landsleikjum í knattspyrnu”.