Flottur sigur hjá U16 karla gegn Eistlandi
U16 karla vann flottan 4-2 sigur á Eistlandi í fyrsta leik liðsins á æfingamóti í Finnlandi.
Eistland var 2-0 yfir í hálfleik en Ísland kom frábærlega til baka í seinni hálfleik og skoraði fjögur mörk.
Arnar Bjarki Gunnleifsson skoraði tvö mörk og þeir Benjamín Björnsson og Bjarki Örn Brynjarsson skoruðu sitt markið hvor.
Ísland mætir næst Norður Írlandi á miðvikudag og hefst sá leikur kl. 10:00 að íslenskum tíma.