Grasrótarvikan: Félögin okkar
Í tilefni af grasrótarviku UEFA birtir KSÍ greinar þar sem fjallað er um mismunandi grasrótarverkefni sem eru í gangi á Íslandi.
Íslensk knattspyrna er byggð upp af íþróttafélögunum. Nokkur af fyrstu félögunum sem stofnuð voru, voru m.a. KR, Fram, Víkingur Reykjavík og Valur. Þessi félög eru enn starfræk í dag ásamt um 80 öðrum félögum. Flest knattspyrnufélög á Íslandi þjóna grasrótinni á einn eða annan hátt, með yngriflokka starfi, eru með lið í neðrideildum eða bjóða upp á æfingar fyrir eldri leikmenn svo eitthvað sé nefnt.
Hafir þú áhuga á að æfa fótbolta eða vinna að honum á einhvern hátt hvetur KSÍ þig til að hafa samband við íþróttafélagið í þínu hverfi.