• fim. 25. sep. 2025
  • Fræðsla

Grasrótarvikan: Grunnskólamót KRR

Í tilefni af grasrótarviku UEFA birtir KSÍ greinar þar sem fjallað er um mismunandi grasrótarverkefni sem eru í gangi á Íslandi.

Grunnskólamót KRR er fótboltamót á milli grunnskóla í Reykjavík í 7. og 10. bekk. Mótið hefur farið fram í fjölda ára og er, eins og gefur að skilja, löngu orðinn fastur liður í skólaári grunnskólanna í Reykjavík. Fyrsti keppnisdagur á mótinu í ár var á mánudagnn, á fyrsta degi grasrótarvikunnar. Allir leikir mótsins verða spilaðir í Egilshöll.

Hægt er að sjá leikjadagskrá með því að smella hér.