• fim. 25. sep. 2025
  • Fræðsla

Grasrótarvikan: Menntun þjálfara

Í tilefni af grasrótarviku UEFA birtir KSÍ greinar þar sem fjallað er um mismunandi grasrótarverkefni sem eru í gangi á Íslandi.

KSÍ býður upp á nokkrar tegundir þjálfaragráða. Þar á meðal er KSÍ C á bæði íslensku og ensku, KSÍ gráða í barna- og unglingaþjálfun og KSÍ B markmannsþjálfaragráða. Allar þessar þjálfaragráður þjóna að miklu leyti grasrótarfótbolta.

KSÍ C: Markmiðið er að kenna þjálfurum, sem eru að stíga sín fyrstu skref, undirstöðuatriðin í þjálfun barna, hvað skal leggja áherslu á og að hverju þarf að huga. Þetta námskeið er í raun fyrir alla en mest sótt af ungu fólki sem er að byrja að þjálfa.
KSÍ Barna- og unglingaþjálfun: Fókusinn er þjálfun 11-14 ára (5. og 4. flokkur), með það að markmiði að bæta hæfni þessara þjálfara og gefa þeim fleiri tæki og tól fyrir sína þjálfun. Þátttakendur eru aðallega þjálfarar í 5. og 4. flokki og yfirþjálfarar yngri flokka.
KSÍ B Markmannsþjálfaragráða: Markmið námskeiðsins er að markmannsþjálfarar öðlist betri færni í að greina sinn markmann á æfingum og í leikjum og að setja upp æfingaáætlun með það að markmiði að bæta markmanninn í bæði tækniatriðum og leikfræði. Þátttakendur eru markmannsþjálfarar, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokkum.

Þjálfaramenntun KSÍ