• fös. 26. sep. 2025
  • Fræðsla

Góð mæting á yfirþjálfarafund

KSÍ hélt árlegan yfirþjálfarafund í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum fimmtudaginn 25. september.

Á fundinum var farið yfir landsliðsmál þar sem Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari A landsliðs karla, fór yfir hvernig æfingalota yngri landsliða er útfærð. Þórhallur Siggeirsson, þjálfari U19 karla, sagði frá því hvernig undirbúningur landsliðsglugga fer fram og hvernig unnið er inni í landsliðsglugga.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, fór yfir mótamál yngri flokka sem og dómaramál yngri flokka.