Grasrótarvikan: Komdu í fótbolta með Mola
Í tilefni af grasrótarviku UEFA birtir KSÍ greinar þar sem fjallað er um mismunandi grasrótarverkefni sem eru í gangi á Íslandi.
Verkefnið Komdu í fótbolta með Mola hóf göngu sína sumarið 2019. Markmiðið með verkefninu er að auka sýnileika knattspyrnu í minni sveitarfélögum. Moli hefur ferðast hringinn í kringum landið á hverju sumri síðan 2019 og hitt fjöldann allan af börnum, þjálfurum og forráðamönnum. Í sumar fór Moli á 37 staði og hitti þar um 630 krakka.
Hér má sjá myndband frá sumrinu 2024.