Grunnskólamót KRR - úrslitakeppni 10. bekkjar
Fyrir liggur hvaða skólar leika til úrslita í 10. bekk í Grunnskólamóti KRR 2025.
Til úrslita í 10. bekk drengja fara sigurvegarar riðlanna fjögurra.
Skólarnir eru Árbæjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli og Laugalækjarskóli.
Til úrslita í 10. bekk stúlkna fara sigurvegarar riðlanna fjögurra.
Skólarnir eru Seljaskóli, Norðlingaskóli, Hlíðaskóli og Víkurskóli.
Úrslitakeppni 10. bekkjar fer fram föstudaginn 3. október.
Nánari leikjaniðurröðun má sjá á heimasíðu KSÍ undir mót.