• fös. 03. okt. 2025
  • Landslið
  • A karla

FIFA kynnir HM 2026 boltann: TRIONDA

FIFA hefur opinberað boltann sem leikið verður með í lokakeppni HM A landsliða karla 2026.  Boltinn ber nafnið TRIONDA og er það tilvísun til þess að keppnin er leikin í þremur löndum (TRI) og er einnig tilvísun í "bylgjuna" frægu (ONDA) sem sást fyrst á stórmóti í fótbolta á HM í Mexíkó 1986 og er stundum kölluð "mexíkóska bylgjan".

Allt um TRIONDA boltann á vef FIFA

Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM 2026 í októbermánuði.  Fyrst er það Úkraína 10. október og síðan Frakkland 13. október.  Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli, uppselt er á þá báða, og báðir eru þeir í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Sýn.

A landslið karla