• fös. 03. okt. 2025
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

KSÍ B 1 námskeið á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ B 1 þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 1.-2. nóvember 2025.

Rétt til setu á námskeiðinu hafa allir þjálfarar sem lokið hafa KSÍ C þjálfaragráðu og búa yfir sex mánaða þjálfarareynslu:

Vinsamlegast athugið að gerð er krafa um að þátttakendur hafi a.m.k. sex mánaða reynslu í þjálfun, áður en námið hefst. Haft verður samband við þau sem skrá sig og óskað eftir staðfestingu um fyrrgreinda reynslu. Leikmenn með a.m.k. 7 ára reynslu í efstu deild þurfa ekki að sýna fram á þessa 6 mánaða reynslu í þjálfun.

Dagskrá námskeiðsins má finna hér fyrir neðan.

Dagskrá

Námskeiðsgjald er 40.000 kr.

Viku áður en námskeiðið hefst, þá fá þátttakendur send gögn og fyrirlestra í gegnum kennsluforritið Canvas. Þátttakendur hafa því viku til undirbúnings, áður en hópurinn hittist svo í höfuðstöðvum KSÍ.

Vinsamlegast athugið að skráningu lýkur föstudaginn 24. október.

Skráning