• fös. 03. okt. 2025
  • Fræðsla

Viðburður um íþróttir og andlega heilsu þann 9. október

Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október, standa Úkraínska Knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir sameiginlegum viðburði um íþróttir og andlega heilsu fimmtudaginn 9. október.

Viðburðurinn er samstarf tveggja þjóða sem mætast síðan á knattspyrnuvellinum í undankeppni HM 2026. Áherslan verður á hvernig íþróttir geta stuðlað að bættri andlegri heilsu, aukið seiglu og veitt von – bæði innan leikvangsins og í samfélaginu.

Dagskráin mun innihalda:

-Erindi sérfræðinga í sálfræði og félagsfræði frá Úkraínu og Íslandi
-Umræður um hvernig íþróttahreyfingin, heilbrigðisstarfsfólk og menntastofnanir geta sameinast um að efla andlega vellíðan íþróttafólks og samfélaga.

Viðburðurinn er öllum opinn og hvetur til samtals um mikilvægi þess að huga að geðheilsu jafnt sem líkamlegri heilsu.

Viðburðurinn fer fram í húsnæði ÍSÍ að Engjavegi 6, í fyrirlestrasal á 3. hæð.