• þri. 07. okt. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir Spartak Subotica á miðvikudag

Breiðablik tekur á móti Spartak Subotica í Evrópubikarnum (e. Europa cup), nýrri Evrópukeppni í kvennaflokki, á miðvikudag.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fer hann fram á Kópavogsvelli.

Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi. Breiðablik mætir Spartak Subotica í tveimur leikjum, heima og úti, og það lið sem vinnur einvígið fer áfram í næstu umferð.

Lesa má um keppnina á vef UEFA með því að smella hér.