• fim. 09. okt. 2025
  • Fræðsla

Vel heppnaður viðburður um íþróttir og andlega heilsu

Í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins þann 10. október, stóðu Úkraínska Knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir sameiginlegum viðburði um íþróttir og andlega heilsu fimmtudaginn 9. október í húsakynnum ÍSÍ.

Umfjöllunarefni viðburðarins var hvernig íþróttir geta stuðlað að bættri andlegri heilsu, aukið seiglu og veitt von, bæði innan vallar og úti í samfélaginu. Meðal þeirra sem héldu erindi voru Viðar Halldórsson félagsfræðingur, Richard Tahtinen sálfræðingur, Olena Balbek forstjóri UEF Foundation og Olga Khodos sálfræðingur og stofnandi Mental Health Support for Ukrainian.