• fös. 10. okt. 2025
  • Landslið
  • A karla

Tap gegn Úkraínu

Mynd: Mummi Lú

A landslið karla tapaði 3-5 gegn Úkraínu þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í kvöld, föstudag.

Mikael Egill Ellertsson skoraði eitt mark fyrir Ísland og Albert Guðmundsson skoraði tvö.

Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er mánudaginn 13. október þegar Frakkar koma í heimsókn á Laugardalsvöll. Leikurinn hefst klukkan 18:45.