Íslenskir dómarar í undankeppni EM 2027 hjá U21 karla
Íslenskir dómarar verða að störfum í undankeppni EM 2027 hjá U21 karla.
Jóhann Ingi Jónsson verður aðaldómari í leik Möltu og Georgíu þriðjudaginn 14. október. Honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Þór Bender og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari verður Helgi Mikael Jónasson.
Leikurinn fer fram á Möltu.