Sjónlýsing á Ísland - Frakkland
Boðið verður upp á sjónlýsingu á leik Íslands gegn Frakklandi sem fer fram á Laugardalsvelli í dag, föstudag, klukkan 18:45. Einar Örn Jónsson mun sjá um lýsinguna að þessu sinni.Sjónlýsingin er í boði fyrir alla, bæði þá sem mæta á völlinn og aðra. Ef þú vilt nýta þér sjónlýsinguna á leiknum í kvöld þá þarftu að mæta með þín eigin heyrnatól og snjallsíma.
Til að nálgast sjónlýsinguna er bæði hægt að ná í smáforritið (appið) "Raydio - Audio Inklusion" eða fara á heimasíðu KSÍ.
Sjónlýsing