• þri. 14. okt. 2025
  • Landslið
  • A karla

Jafntefli gegn Frakklandi

Mynd: Mummi Lú

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland þegar liðin mættust í undankeppni HM á Laugardalsvelli á mánudag.

Ísland komst yfir á 39. mínútu þegar Guðlaugur Victor Pálsson skoraði eftir aukaspyrnu frá Alberti Guðmundssyni. Frakkar jöfnuðu metin á 63. mínútu og komust yfir fimm mínútum síðar. Kristian Nökkvi Hlynsson jafnaði metin fyrir Ísland með marki á 70. mínútu. 

Jafntefli niðurstaðan og Ísland er sem stendur í þriðja sæti riðilsins. Fyrsta sætið fer beint á HM og liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil um laust sæti á mótinu.

Lokaleikirnir í riðlinum fara fram 13. og 16. nóvember. Ísland mætir Aserbaísjan og Úkraínu og fara báðir leikirnir fram á útivelli.

A karla - Undankeppni HM 2026