Blikar áfram í Evrópubikarnum
Breiðablik er komið í 16-liða úrslit í Evrópubikarnum, nýrri Evrópukeppni kvenna. Blikar tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum í Serbíu þegar þær gerðu 1-1 jafntefli gegn Spartak Subotica. Heiða Ragney Viðarsdóttir skoraði mark Blika.
Liðin mættust á Kópavogsvelli 8. október þegar Blikar unnu 4-0 stórsigur og unnu þær einvígíð samtals 5-1.
Dregið verður í 16-liða úrslit þann 17. október.
Tíu lið eru búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum en sex leikir fara fram í dag og mun þá skýrast hvaða sex lið bætast við. Eftirfarandi lið eru þegar komin áfram:
Anderlecht (BEL)
Austria Wien (AUT)
Breiðablik (ISL)
Eintracht Frankfurt (GER)
Fortuna Hjørring (DEN)
Glasgow City (SCO)
Inter (ITA)
Mura (SVN)
Nordsjælland (DEN)
Sporting CP (POR)