• fim. 16. okt. 2025
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Blikar áfram í Evrópubikarnum

Breiðablik er komið í 16-liða úrslit í Evrópubikarnum, nýrri Evrópukeppni kvenna. Blikar tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum í Serbíu þegar þær gerðu 1-1 jafntefli gegn Spartak Subotica. Heiða Ragney Viðarsdóttir skoraði mark Blika.

Liðin mættust á Kópavogsvelli 8. október þegar Blikar unnu 4-0 stórsigur og unnu þær einvígíð samtals 5-1.

Dregið verður í 16-liða úrslit þann 17. október. 

Tíu lið eru búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum en sex leikir fara fram í dag og mun þá skýrast hvaða sex lið bætast við. Eftirfarandi lið eru þegar komin áfram:

Anderlecht (BEL)
Austria Wien (AUT)
Breiðablik (ISL)
Eintracht Frankfurt (GER)
Fortuna Hjørring (DEN)
Glasgow City (SCO)
Inter (ITA)
Mura (SVN)
Nordsjælland (DEN)
Sporting CP (POR)

Hér má lesa nánar um keppnina á vef UEFA