• mán. 20. okt. 2025
  • Fræðsla

KSÍ B 2 þjálfaranámskeið í nóvember


KSÍ mun halda tvö KSÍ B 2 þjálfaranámskeið í nóvember. Það fyrra verður helgina 8.-9. nóvember og það síðara verður helgina 15.-16. nóvember. Síðari helgina verður námskeiðið kennt á ensku, en að sjálfsögðu opið öllum sem treysta sér til að sitja námskeiðið á ensku.

Rétt til setu á námskeiðinu hafa allir þjálfarar sem lokið hafa KSÍ C þjálfaragráðu og KSÍ B 1 þjálfaranámskeiði.

Dagskrá má finna með því að smella hér. Dagskráin er þó birt með fyrirvara um breytingar.

Námskeiðsgjaldið er 40.000 kr.

Mánudaginn fyrir námskeiðið fá þátttakendur send gögn í gegnum kennsluforritið Canvas. Þátttakendur hafa því vikuna fram að námskeiði til undirbúnings, áður en hópurinn hittist svo í höfuðstöðvum KSÍ.

Skráning á námskeiðið 8.-9. nóvember

Skráning á námskeiðið 15.-16. nóvember