Breiðablik mætir KuPS á Laugardalsvelli á fimmtudag
Breiðablik mætir finnska liðinu KuPS Kuopio á Laugardalsvelli á fimmtudag kl. 16:45. Um er að ræða annan leik Blika í deildarkeppni Sambandsdeildar UEFA, en Breiðablik beið lægri hlut gegn svissneska liðinu Lausanne-Sports í fyrstu umferð.
Miðasala á leikinn er í gegnum Stubb-appið og þar er bæði hægt að kaupa miða á þennan staka leik og einnig á alla heimaleiki Breiðabliks í keppninni.