Bríet og Tijana dæma í undankeppni EM 2026 hjá U17 kvenna
Bríet Bragadóttir og Tijana Krstic munu dæma í undankeppni EM 2026 hjá U17 kvenna.
Þær dæma í riðli B1 þar sem Wales, Kósóvó, Moldóva og Aserbaísjan eru þátttökuþjóðir og verður riðillinn spilaður í Moldóvu 24. - 30. október.
Bríet verður aðaldómari í tveimur leikjum og fjórði dómari í einum. Tijana verður aðstoðardómari eitt í tveimur leikjum og aðstoðardómari tvö í einum.