• þri. 21. okt. 2025
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar í Sambandsdeild Evrópu

Íslenskt dómarateymi verður að störfum í leik Samsunspor og Dynamo Kyiv í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag.

Ívar Orri Kristjánsson verður með flautuna og þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verða aðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður fjórði dómari.