Vegna fyrirspurna um miðasölu á leiki A karla í nóvember
Vegna fjölda fyrirspurna um aðgöngumiða á leiki A landsliðs karla í undankeppni HM 2026 í nóvember – útileiki gegn Aserbaísjan í Baku 13.11 og gegn Úkraínu í Varsjá 16.11.
Stuðningsmönnum íslenska liðsins mun standa til boða að kaupa miða á leikina. KSÍ á von á upplýsingum frá knattspyrnusamböndum landanna og verða þær birtar á miðlum KSÍ um leið og málin skýrast.