Tap hjá KA gegn PAOK
KA tapaði 0-2 gegn PAOK í Unglingadeild UEFA.
Um er að ræða fyrri leik liðanna í seinni umferð forkeppni keppninnar.
Leikurinn fór fram í Boganum eftir að Greifavöllurinn var talinn óleikhæfur vegna snjókomu.
Liðin mætast í seinni leik liðanna miðvikudaginn 5. nóvember í Þessalóníku.