Kynning á göngufótbolta í Mosfellsbæ
Fyrr í vikunni fór fram kynning á göngufótbolta og fótboltafitness hjá Aftureldingu. Kynningin var hluti af íþróttaviku í Mosfellsbæ.
Rúnar Már Sverrisson sá um kynninguna. Rúnar er með góða reynslu þegar kemur að göngubolta og fótboltafitness en hann heldur utan um þann hóp hjá Þrótti.
Góð mæting var á kynninguna og er í kjölfarið búið að stofna hóp sem mun hittast einu sinni í viku, í Fellinu á mánudögum klukkan 20:00.
Eins og nafnið ber með sér snýst íþróttin um það að spila fótbolta án þess að hlaupa. Nánar má lesa um göngufótbolta á vef KSÍ.
Rúnar hélt einnig kynningu í Suðurnesjabæ, í lok september. Þar var mikill áhugi og búið er að stofna göngufótboltahóp.
Göngufótbolti er greinilega í sókn á Íslandi og hvetur KSÍ bæjarfélög og íþróttafélög til að kynna sér þessa ört vaxandi íþrótt.
Meðfylgjandi mynd var tekin eftir kynninguna/æfinguna í Mosfellsbæ.