Gæði í Georgíu
U17 lið karla vann 5-1 stórsigur gegn Georgíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2026.
Alexander Máni Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Ísland og þeir Alexander Rafn Pálmason, Þorri Ingólfsson og Bjarki Hrafn Garðarsson skoruðu eitt mark hver.
Næsti leikur liðsins er gegn Grikklandi mánudaginn 27. október klukkan 11:00.







