Helgi Mikael og Egill Guðvarður dæma í undankeppni EM 2026 hjá U19 karla
Helgi Mikael Jónasson og Egill Guðvarður Guðlaugsson munu dæma í undankeppni EM 2026 hjá U19 karla.
Þeir dæma í riðli 10 þar sem Danmörk, Sviss, Svíþjóð og San Marínó eru þátttökuþjóðir og verður riðillinn spilaður í Sviss 12. - 18. nóvember.
Helgi Mikael verður aðaldómari í tveimur leikjum og fjórði dómari í einum. Egill Guðvarður verður aðstoðardómari eitt í tveimur leikjum og aðstoðardómari tvö í einum.





.jpg?proc=760)



.jpg?proc=760)
