• mán. 03. nóv. 2025
  • Ársþing

"Skaginn" hlýtur viðurkenningu Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Íslensku sjónvarpsverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn nýlega við hátíðlega athöfn í Gamla bíói. Sjónvarp Símans, Sýn og RÚV standa að verðlaununum, þar sem sjónvarpsefni sem frumsýnt var á stöðvunum árin 2023 og 2024 var verðlaunað.

Í flokknum „Íþróttaefni ársins“ fyrir árið 2023 voru það sjónvarpsþættirnir „Skaginn“ sem voru hlutskarpastir og það er gaman að segja frá því að KSÍ heiðraði einmitt forsvarsmenn þáttanna með Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2023 í aðdraganda ársþings 2024!

Þættirnir eru heimildarþættir um lið ÍA sem vann einstakt afrek í íslenskri knattspyrnusögu þegar það varð Íslandsmeistari karla fimm ár í röð á árunum 1992-1996. Snævar Sölvason var leikstjóri þáttanna og handritið skrifaði Kristján Jónsson. Hannes Þór Halldórsson var framleiðandi þáttanna. Í þáttunum, sem voru fimm talsins, einn fyrir hvert ár, var rætt við þjálfara, leikmenn, andstæðinga, stjórnarmenn, stuðningsfólk og fjölmiðlafólk um liðið og þennan tíma og þar er varpað nýju og áður óþekktu ljósi á þetta ótrúlega afrek.

KSÍ óskar aðstandendum þátttanna innilega til hamingju með verðlaunin!